Skogarbondi.is

Ný sameiginleg síða landshlutaverkefna í skógrækt og landssamtaka skógareiganda leysir þessa síðu af hólmi, slóðin er: Skogarbondi.is

Posted in Fréttir | Comments Off

Nýr framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
Vesturlandsskóga. Mun hún hefja störf á næstu vikum.
Síðustu árin hefur hún gegnt starfi héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á
Vesturlandi og Vestfjörðum, en starfaði um fimm ára skeið hjá
Vesturlandsskógum, frá 2004 til 2009.  Sigríður Júlía er fædd 1974 á Akureyri, hún tók búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2001 og BS próf í landnýtingu frá sama skóla 2004. Mastersnám stundaði hún í skógfræði við norska Lífvísindaháskólann að Ási árin
2009-11. Á námsárunum sínum starfaði Sigríður Júlía m.a. hjá Skógrækt ríkisins
á Vesturlandi og hjá Vesturlandsskógum.

Vesturlandsskógar óska Sigríði til hamingju með starfið og bjóða hana velkomna til starfa.

Posted in Fréttir | Comments Off

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi

Kæru félagar í  Félagi skógarbænda á Vesturlandi!

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 18:00.

Helstu  dagskrárliðir fundarins eru auk venjulegra aðalfundastarfa:

Guðmundur Hallgrímsson, verkefnastjóri hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, ræðir um
gróðurelda og varnir gegn þeim.

Guðmundur Sigurðsson  segir frá  Vesturlandsskógum.

Hrönn Guðmundsdóttir  starfsmaður Landssamtaka skógareigenda, ( LSE ) kemur á Fundinn og ræðir helstu verkefni samtakanna.

Kosningar: Í aðalstjórn eru 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kjörnir til þriggja ára. Því þarf að kjósa 1 stjórnarmann ár hvert, nú í ár er kosið um stjórnarsæti Bergþóru  sem gefur ekki kost á sér áfram  í stjórn .    Varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga eru kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi.   Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í stjórn félagsins eru hér með hvattir til að nýta sér það tækifæri og geta gefið sig fram við stjórn fyrir eða á fundinum.

Boðið  verður uppá  súpu, brauð og kaffi.

Nýjir félagar velkomnir.

Mætum öll og eflum með því félagsstarfið.

Bergþóra Jónsdóttir, formaður Halla Guðmundsdóttir, ritari  Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri

Posted in Fréttir | Comments Off

Framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga

Starf framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga er laust til umsóknar.

Starfið fellst í umsjón og rekstri Vesturlandsskóga sem er landshlutaverkefni á sviði nytjaskógræktar sem starfrækt hefur verið frá ársbyrjun 2000. Starfssvæði Vesturlandsskóga er allt Vesturland, frá Kjósarsýslu að Gilsfjarðarbotni.

Hæfniskröfur: Háskólapróf í skógfræði. Reynsla af vinnu í skógrækt og stjórnun. Þekking á stjórnsýslu og meðferð fjármuna. Agi til að vinna sjálfstætt, skipulagshæfileikar og lipurð í
mannlegum samskiptum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra  náttúrufræðinga.

Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2013. Umsókn þarf að fylgja náms- og starfsferilsskrá.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og gengið verður frá ráðningu fljótlega eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ráðið verður í starfið til tveggja ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita: formaður stjórnar Guðbrandur Brynjúlfsson s- 844 0429, buvangur@emax.is og starfsmaður Vesturlandsskóga Guðmundur Sigurðsson s- 862 6361 gudmundur@vestskogar.is.

Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt fylgigögnum til Vesturlandsskóga á rafrænu formi:vestskogar@vestskogar.is eða á pappírsformi:

Vesturlandsskógar,

Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes.

Posted in Fréttir | Comments Off

Breyting á stjórn Vesturlandsskóga

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Vesturlandi og Vestfjörðum, hefur verið skipuð í stjórn Vesturlandsskóga, sem fulltrúi  Skógræktar ríkisins,  í stað Arnlínar Óladóttur sem hefur hafið störf hjá Skjólskógum. Áfram í stjórn eru Guðbrandur Brynjúlfsson formaður og Þórarinn Svavarsson fulltrúi  Félags skógarbænda á Vesturlandi.

 

Posted in Fréttir | Comments Off

Sigvaldi Ásgeirsson er látinn

Sigvaldi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. mars sl. Sigvaldi var framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga frá stofnun Vesturlandsskóga. Sigvaldi var  formaður Félag skógarbænda á Vesturlandi við stofnum,  en lét af formennsku þegar hann tók við Vesturlandsskógum.

Sigvaldi helgaði krafta sína  í þágu skógræktar fyrst sem starfmaður Skógræktar ríkisins og síðar framkvæmdarstjóri Vesturlandsskóga. Sigvaldi ræktaði skóg á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal þar sem nú er vöxtulegur skógur sem mun um ókomna tíð bera  stórhug hans og hugsjónum gott vitni.
Sigvalda  er sárt saknað,  hann var vinamargur, ekki síst innan skógargeirans þar sem hans ævistarf lá.

Vesturlandsskógar  senda fjölskyldu Sigvalda innilegar samúðarkveðjur

Posted in Fréttir | Comments Off

Fagráðstefna skógræktarinnar

Fagráðstefna 2013

Fagráðstefna skógræktar 2013 verður haldin á Hótel Hallormsstað dagana 12.-14. mars 2013. Ráðstefnan er árleg og hefð er fyrir því að hún flakki réttsælis um landið og er alltaf haldin á nýjum og nýjum stað.

Skipuleggjendur

  • Héraðs- og Austurlandsskógar: Ólöf I. Sigurbjartsdóttir, Hlynur G. Sigurðsson og Sherry L. Curl
  • Skógrækt ríkisins: Þröstur Eysteinsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson
  • Skógfræðingafélag Íslands: Lárus Heiðarsson
  • Skógræktarfélag Íslands: Þór Þorfinnsson
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni D. Sigurðsson
  • Landssamtök skógareigenda:  Helgi H. Bragason

Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 19:00 þriðjudaginn 12. mars. Fyrir liggur mjög hagstæður samningur við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Því hvetjum við alla til að mæta strax á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram léttur kvöldverður kl. 19:00 á þriðjudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.

Skráning

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst olof@heradsskogar.is eða í síma 471-2184 (starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Hallormsstað. Greiða  þarf gistingu og mat á staðnum til hótelsins en ráðstefnugjald verður innheimt af Héraðs- og Austurlandsskógum.

Skráningarblað

Kostnaður

Ráðstefnugjald: 4.500 kr.
Gisting og matur (gist í tveggja manna herbergi): 27.900 kr.
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 32.100 kr.

Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, o.fl.

Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Hótel Hallormsstað, aðgangur að HótelSpa þar sem er að finna 2 gerðir af sánu og heitur pottur. Tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir, morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.

 

Fagráðstefna skógræktar – umhirða ungskóga

Drög að dagskrá

Fagráðstefnan stendur í tvo heila daga, 13.-14. mars með mætingu á Hótel Hallormsstað að kvöldi 12. mars. Um það bil helmingur erinda verður tengt þemanu, Umhirða ungskóga. Fyrst og fremst verður um nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar að ræða. Dagskráin verður þó að einhverju leyti blönduð báða dagana.

Þriðjudagur 12. mars

18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldmatur á Hótel Hallormsstað
20:30 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

Miðvikudagur 13. mars

9:00- 9:10 Setning, gestir boðnir velkomnir
9:10-10:00 Umhirða ungskóga í Svíþjóð – Eric Agestam
10:00-10:30 Þéttleiki, viðargæði og tegundarskipting í ræktuðum skógum á Íslandi – áhrif á umhirðu á komandi árum. Arnór Snorrason
10:30-10:50 Kaffihlé
10:50-11:20 Áhrif snemmgrisjunar og áburðargjafar á viðarvöxt og vaxtarlag ungs alaskaasparskógar. 10 ára niðurstöður. Bjarni Diðrik Sigurðsson
11:20-11:50 Þéttleiki, umhirða og framleiðni asparskóga með 20 ára uppskerulotu. Þorbergur Hjalti Jónsson
11:50-12:10 Ekki grisja – norskar niðurstöður. Sigvaldi Ásgeirsson
12:10-13:10 Matur
13:10-13:30 Vöxtur ungskógar eftir mismunandi grisjunarleiðum. Lárus Heiðarsson
13:30-13:50 Þróun kerfis fyrir umhirðu ungskóga HASK. Sherry Curl
13:50-14:10 Virkni og reynsla af kerfi fyrir umhirðu ungskóga HASK. Hlynur Sigurðss
14:10-15:00 Þróun tæknivæðingar. Eric Agestam
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:00 Áburður eitthvað. Hreinn Óskarsson
16:00-16:30 Veggspjaldasýning
16:30-17:00 Hlé
17:00-19:00 Rútuferð á grisjunarsvæði á Hafursá (snarl)
20:00-> Kvöldverður og skemmtidagskrá

Fimmtudagur 14. mars

9:00-9:20 Ekki bera á Lerki. Bergsveinn Þórsson
9:20-9:50 Þrif ungra trjáa. Arnlín Óladóttir
9:50-10:10 Hraðrækt jólatrjáa á ökrum. Fystu niðurstöður út tilraun á Krithóli og í Prestbakkakoti. Else Möller
10:10- 10:40 Kaffi
10:40-11:00 Vöxtur og lifun birkis, lerkis og sitkabastarðs gróðursettar út af frystigeymslum á mismunandi tíma vorsins. Brynjar Skúlason, Hrefna Jóhannesdóttir, Rakel Jónsdóttir og Aðalsteinn Sigurgeirsson.
11:00-11:20 Útreikningar á viðarmagni fyrir stærri svæði. Benjamín Davíðsson og Lárus Heirðarsson
11:20-11:40 Áhrif jarðvegshita niðurbrots litters í sitkagreniskógi. Edda Sigurdís Oddsdóttir.
11:40-12:00 Hættan á innflutningi og landnámi nýrra trjáskaðvalda í ljósi breyttra aðstæðna. Verður einhver vörn í nýrri reglugerð? Halldór Sverrisson
12:00-13:00 Matur
13:00-13:20 Skógræktargagnagrunnur – hvaða fyrirbæri er það? Björn Traustason
13:20-13:40 Hagræn áhrif skógræktar. Lilja Magnúsdóttir
13:40-14:00 Niðurstöður fræmálanefndar. Þröstur Eysteinsson, Katrín Ásgrímsdóttir og Hallur Björgvinsson
14:00-15:00 Umræður – ráðstefnuslit
15:00 Brottför
Posted in Fréttir | Comments Off

Pantanir vegna gróðursetninga fyrir sumarið 2013

Til skógarbænda

Pantanir vega gróðursetninga og skjólbeltaframkvæmda  sumarið 2013 þurfa að berast Vesturlandsskógum fyrir 1. mars 2013. Eyðublöð til skáningar er að finna á heimasíðunni undir eyðublöð og samningar.

Posted in Fréttir | Comments Off

Málþing um gróðurelda

Málþing um gróðurelda

Málþing um gróðurelda verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 17. janúar. Meðal frummælenda eru Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Jón Viðar Matthíasson framkvæmdastjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Á málþinginu verður lögð áhersla á að ræða og miðla upplýsingum um leiðir til að auka viðbúnaðargetu slökkviliða með samstarfi sveitarfélaga og stofnana og skilgreina ábyrgð sveitarfélaga og annarra stjórnvalda.
Fjallað verður um reynsluna af baráttu við gróðurelda, lagt mat á möguleika slökkviliða til að ráða niðurlögum þeirra og rætt um hvaða úrbóta er þörf hvað varðar mönnun slökkviliða, búnað þeirra og fjárhagslega áhættu sveitarfélaga af völdum gróðurelda.
Einnig verður fjallað um aðgerðir til forvarna og áhrif gróðurelda á náttúruna.
Dagskrá og skráning

Skráning

Dagskrá ráðstefnunnar

09:00 Setning og afhending fundargagna
10:00 Setning ráðstefnunnar
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
10:10 Áherslur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í vörnum gegn gróðureldum
Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
10:25 Reynslan af gróðureldum, úrbætur og mögulegar frekari aðgerðir
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
11:15 Áhrif gróðurelda
Sigrún Karlsdóttir, náttúruvástjóri hjá Veðurstofu Íslands
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Þröstur Þorsteinsson, lektor hjá Háskóla Íslands
Járngerður Grétarsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Fyrirspurnir og umræður

12:00 Hádegisverður
13:00 Staða slökkviliða
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu
Elísabet Pálmadóttir, sviðsstjóri hjá Mannvirkjastofnun

Fyrirspurnir og umræður

14:00 Kaffihlé
14:45 Aðgerðir til forvarna
Málfríður K. Kristiansen, verkefnastjóri hjá Skipulagsstofnun
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Hulda Guðmundsdóttir, landeigandi og skógarbóndi
Rögnvaldur Ólafsson, frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra

Fyrirspurnir og umræður

15:50 Samantekt og málþinginu slitið
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri: Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð

Ekki er innheimt ráðstefnugjald en þátttakendum gefst kostur á að kaupa léttan hádegisverð á staðnum gegn vægu gjaldi.
Skráning fer fram á tenglinum hér efst á þessari síðu.
Málþingið verður í beinni útsendingu á netinu. Upptakan verður aðgengileg hér á vef sambandsins.
Posted in Fréttir | Comments Off

Umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Vesturlandsskóga

Ráðherra heimsækir stofnanir og verkefni á Hvanneyri

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heimsótti Vesturlandsskóga og starfsstöðvar Landgræðslunnar og Veiðimálastofnunar á Hvanneyri mánudaginn 12. nóvember. Vesturlandsskógar og Veiðimálastofnun eru meðal þeirra verkefna og stofnana sem fluttust til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við breytingar á stjórnarráðinu 1. september síðastliðinn.

Heimsóknin hófst á fundi með starfsmönnum Veiðimálastofnunar á Hvanneyri en
áður hefur ráðherra heimsótt höfuðstöðvar stofnunarinnar í Reykjavík. Á fundinum kynntu starfsmenn ráðherra það starf sem unnið er á vegum stofnunarinnar á Hvanneyri, en það lýtur m.a. að vöktun og rannsóknum á fiskistofnum í þeim fjölmörgu veiðiám sem er að finna á svæðinu. Að því loknu var fundað með starfsmönnum Landgræðslunnar á Hvanneyri þar sem ráðherra fræddist m.a. um uppgræðslustarf bænda undir yfirskriftinni Bændur græða landið og um varnir gegn landbroti á vegum Landgræðslunnar.

Í síðari hluta heimsóknarinnar heimsótti  ráðherra stjórn og starfsfólk Vesturlandsskóga
þar sem ráðherra var kynnt starfsemi Vesturlandsskóga á Hvanneyri. Að loknum
fundi og  hádegisverði á Hvanneyri var farið í heimsókn til Jóns í Deildartungu og skógræktin þar  skoðuð. Þá var komið við  í Reykholti þar sem séra Geir Waage tók á móti
hópnum og formaður skógræktarfélags Borgarfjarðar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, fylgdi gestunum um Reykholtsskóg. Heimsókninni lauk með skógargöngu um  skógarlönd  Steindórsstaðabænda þeirra Guðfinnu Guðnadóttur og Þórarins Skúlasonar. Að lokinni göngu nutu gestirnir veitinga hjá Guðfinnu  í gamla húsinu á Steindórsstöðum,  sem hefur verið endurbyggt  til að hýsa  ferðamenn..

Posted in Fréttir | Comments Off