Fagráðstefna skógræktar 2012

 

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. á Húsavík. Þema ráðstefnunnar er tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt.

Meðal efnis sem þegar liggur fyrir eru erindi um kvæmaval stafafuru, fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis byggt á nýjum mælingum á misjafnlega gömlum kvæmatilraunum. Flutt verður erindi um kynbætur á alaskaösp og skoðuð almenn reynsla af notkun elris á Íslandi. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er  til 1. mars.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar (hér).

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Comments are closed.