Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn
á Hótel Hamri í Borgarfirði þriðjudaginn 3. apríl 2012 kl. 18:00.

Helstu dagskrárliðir fundarins eru:
Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum í Skorradal, og Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, segja frá ferð til Hörðalands, sem farin var í boði
Fylkismannsins í Hörðalandi.

Framkvæmdastjóri  Vesturlandsskóga segir frá  Vesturlandsskógum.

Björn B. Jónsson starfsmaður LSE, Landssamtaka skógareigenda, kemur á fundinn og fræðir  okkur m.a. um  jólatrjáarækt á ökrum. Til stendur að mynda
hóp jólatrjáaræktenda á Vesturlandi í vor og eru áhugasamir hvattir til að mæta
á fundinn og kynna sér málið.

  • Kosningar: Í aðalstjórn eru 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kjörnir til þriggja ára. Því þarf að kjósa 1 stjórnarmann ár hvert, nú í ár er kosið um stjórnarsæti Hraundísar sem gefur ekki kost á sér áfram  í stjórn .
    Varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga eru kosnir til eins árs í
    senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi.   Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í stjórn félagsins eru hér með hvattir til að nýta sér það tækifæri og geta gefið sig fram við stjórn fyrir eða á fundinum.

Auk þessa eru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, súpa og kaffi.

Nýjir félagar velkomnir.

Mætum öll og eflum með því félagsstarfið.

Bergþóra Jónsdóttir, formaður  Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri og Hraundís
Guðmundsdóttir, ritari

 

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Comments are closed.