Námskeið á vegum Endurmenntunardeildar LBHÍ

.
Grjóthleðslur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Kennarar: Unsteinn Elíasson torf og grjóthleðslumaður og Kári Aðalsteinsson garðyrkju og umhverfisstjóri við Lbhí. Tími: Fös. 25. maí. kl. 9:00-17:00 og lau 26 maí. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri (18 kennslustundir).
Akurskógrækt Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum. Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri
Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og  Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð.
Tími: Fös. 15. júni, kl. 16:00-19:00 og  lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á www.lbhi.is/namskeid Að jafnaði þarf að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið!
Ýmis stéttarfélög koma að niðurgreiðlsu á námskeiðsgjöldum.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural
University of Iceland
tel: 433 5000 – e-mail: endurmenntun@lbhi.is
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Comments are closed.