Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Skógarbændur af
Vesturlandi á ferð um Norðurland.

Daganna 8. og 9. ágúst heimsóttu félagar í félagi skógarbænda á Vesturlandi skógarbændur  í  Húnavatnssýslur og Skagafirði. Fyrsti viðkomustaðurinn var  að Hofi í Vatnsdal  þar  skoðuðum við skjólbelti úr alaskavíði sem bændur þar hafa klippt til og sveigt þannig að það er sem fjárheld girðing. Blæaspareiturinn að Hofi, sem
skoðaður var, er orðinn víðáttumikill en upphaflega voru gróðursettar sjö plöntur  í reitinn. Eftir kaffistopp á Hrútey við Blönduós, þar sem ferðafélagarnir gæddu sér á nesti sínu, var ekið að Silfrastöðum í Skagafirði. Á Silfrastöðum er búið að gróðursetja yfir 1 milljón skógarplöntur.  Hópurinn fór í langa  skógargöngu aðallega um lerkiskóg, sem endaði með ketilkaffi í skóginum  í boði Norðurlandsskóga.  Á Silfrastöðum skoðaði hópurinn viðarkyndingu sem búið er að koma þar fyrir og kyndir upp íbúðarhúsið. Frá Sifrastöðum  var ekið í Hjaltadalinn og  komið við á Melum og skjólbelti þar skoðuð,
þar er einstaklega gaman að sjá hve vel er staðið að allri rætun. Á Hólum gisti hópurinn og á fimmtudagsmorgun nutum við leiðsagnar um Hólastað og fórum um  gróskumikinn
Hólaskóg sem er mikið notaður af ferðafólki.  Á Hólum bættist í hópinn formaður félags
skógarbænda á Norðurlandi Anna Ragnarsdóttir á Krithóli 2 ásamt Bergsveini Þórssyni frá Norðurlandsskógum og fylgdu þau okkur yfir að Reykjarhóli þar sem Skógrækt ríkisins er með skógrækt. Á Reykjarhóli er mjög  áhugaverður útivistarskógur. Næsti bær var Krithóll
2 Þar skoðuðm við  lerkiskóg frá 2001 sem hefur vaxið vel, einng skoðuðum við jólatrjáarækt sem var byrjað á sumarið 2011. Síðasti bærinn sem við heimsóttum var Hamar í Langadal, þar er búið  að gróðursetja vel  yfir 700 þúsund plöntur síðan 1997. Við fórum  í  skógargöngu um blandaðan skóg af lerki, furu, ösp og greni. Heimsókn
okkar um Norðurland tókst vel og við sáum margt sem getur komið að notum í okkar starfi. Það var ánægjulegt að hitta skógarbændur af Norðurlandi sem tóku einstaklega vel á móti okkur, sem við þökkum fyrir. Sérstaklega þökkum við Önnu á Krithóli og Bergsveini hjá Norðurlandsskógum fyrir að gefa sér tíma með okkur. Við hjá Félagi skógarbænda á Vesturlandi vonumst til að geta endurgoldið gestrisni Norðlendinga síðar. Það að skógarbændur hitti hvora aðra er mjög mikilvægur þáttur í starfinu bæði það að kynnast fólki sem er með sömu áhugamál og eins hitt að læra hvort af öðru.    G.S.

 

 

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Comments are closed.