Sigvaldi Ásgeirsson er látinn

Sigvaldi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga varð bráðkvaddur á heimili sínu 9. mars sl. Sigvaldi var framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga frá stofnun Vesturlandsskóga. Sigvaldi var  formaður Félag skógarbænda á Vesturlandi við stofnum,  en lét af formennsku þegar hann tók við Vesturlandsskógum.

Sigvaldi helgaði krafta sína  í þágu skógræktar fyrst sem starfmaður Skógræktar ríkisins og síðar framkvæmdarstjóri Vesturlandsskóga. Sigvaldi ræktaði skóg á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal þar sem nú er vöxtulegur skógur sem mun um ókomna tíð bera  stórhug hans og hugsjónum gott vitni.
Sigvalda  er sárt saknað,  hann var vinamargur, ekki síst innan skógargeirans þar sem hans ævistarf lá.

Vesturlandsskógar  senda fjölskyldu Sigvalda innilegar samúðarkveðjur

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.