Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi

Kæru félagar í  Félagi skógarbænda á Vesturlandi!

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 18:00.

Helstu  dagskrárliðir fundarins eru auk venjulegra aðalfundastarfa:

Guðmundur Hallgrímsson, verkefnastjóri hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands, ræðir um
gróðurelda og varnir gegn þeim.

Guðmundur Sigurðsson  segir frá  Vesturlandsskógum.

Hrönn Guðmundsdóttir  starfsmaður Landssamtaka skógareigenda, ( LSE ) kemur á Fundinn og ræðir helstu verkefni samtakanna.

Kosningar: Í aðalstjórn eru 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kjörnir til þriggja ára. Því þarf að kjósa 1 stjórnarmann ár hvert, nú í ár er kosið um stjórnarsæti Bergþóru  sem gefur ekki kost á sér áfram  í stjórn .    Varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga eru kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi.   Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í stjórn félagsins eru hér með hvattir til að nýta sér það tækifæri og geta gefið sig fram við stjórn fyrir eða á fundinum.

Boðið  verður uppá  súpu, brauð og kaffi.

Nýjir félagar velkomnir.

Mætum öll og eflum með því félagsstarfið.

Bergþóra Jónsdóttir, formaður Halla Guðmundsdóttir, ritari  Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.