Nýr framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
Vesturlandsskóga. Mun hún hefja störf á næstu vikum.
Síðustu árin hefur hún gegnt starfi héraðsfulltrúa Landgræðslunnar á
Vesturlandi og Vestfjörðum, en starfaði um fimm ára skeið hjá
Vesturlandsskógum, frá 2004 til 2009.  Sigríður Júlía er fædd 1974 á Akureyri, hún tók búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands 2001 og BS próf í landnýtingu frá sama skóla 2004. Mastersnám stundaði hún í skógfræði við norska Lífvísindaháskólann að Ási árin
2009-11. Á námsárunum sínum starfaði Sigríður Júlía m.a. hjá Skógrækt ríkisins
á Vesturlandi og hjá Vesturlandsskógum.

Vesturlandsskógar óska Sigríði til hamingju með starfið og bjóða hana velkomna til starfa.

This entry was posted in Fréttir. Bookmark the permalink.

Comments are closed.