Landheilsa – Loftgæði –Lýðheilsa

Málþing

Landheilsa – Loftgæði – Lýðheilsa

Föstudaginn 16. nóvember 2012, kl. 13.30-16.30

Askja, stofa 132, Háskóli Íslands

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis halda málþing um loftmengun af völdum jarðvegsryks föstudaginn 16. nóvember.  Heilnæmt andrúmsloft  eru mikilvæg lífsgæði. Í andrúmsloftinu er ógrynni ýmis konar agna eða svifryks, sem myndast bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar og af mannavöldum. Svifryk hefur neikvæð áhrif á heilsu manna, einnig svifryk af jarðefnauppruna þótt þar
sem um að ræða „hreint“ ryk. Rykmengun frá iðnaði og útblæstri bíla hefur
gegnum árin fengið mikla athygli en minna hefur farið fyrir umræðu um ryk sem
rekja má til uppblásturssvæða, landbúnaðar eða gosösku. Á málþinginu er augum
beint að rykmengun með jarðefnauppruna, áhrifum hennar á heilsu og hvað hægt er
að gera til að lágmarka hana. Losun agna og mengandi efna út í andrúmsloftið
stjórnast því m.a. af ráðstöfun lands, skipulagi, umgengi við framkvæmdir,
ástandi vistkerfa og jarðvegsrofi.

Málþingið er þverfaglegt og er ætlað sem vettvangur milli náttúruvísinda, lýðheilsuvísinda, hagfræði, stjórnsýslu, landnotenda og framkvæmdaaðila.

Dagskrá ráðstefnunnar  er hægt að nálgast á: www.land.is og www.ust.is

Ef þið óskið frekari upplýsinga, sendið þá tölvupóst til Önnu Maríu Ágústsdóttur (annamaria@land.is) eða Þorsteins Jóhannssonar (thorsteinnj@umhverfisstofnun.is).

Landgræðsla ríkisins, Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis

Posted in Fréttir | Comments Off

Myndir úr ferð skógarbænda um Norðurland

Posted in Fréttir | Comments Off

Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi

Skógarbændur af
Vesturlandi á ferð um Norðurland.

Daganna 8. og 9. ágúst heimsóttu félagar í félagi skógarbænda á Vesturlandi skógarbændur  í  Húnavatnssýslur og Skagafirði. Fyrsti viðkomustaðurinn var  að Hofi í Vatnsdal  þar  skoðuðum við skjólbelti úr alaskavíði sem bændur þar hafa klippt til og sveigt þannig að það er sem fjárheld girðing. Continue reading

Posted in Fréttir | Comments Off

Sumarstarfsmaður Vesturlandsskóga

Hraundís Guðmundsdóttir, Rauðsgili Hálsasveit, verður sumarstarfsmaður hjá Vesturlandsskógum í júní og ágúst. Guðmundur Sigurðsson verður í fríi frá 11. júní til 20.  ágúst og mun Hraundís sinna störfum Guðmundar í sumar. Hraundís er búin að ljúka tveimur árum í skógfræðinámi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Sími hjá Hraundísi á skrifstofu Vesturlandsskóga er 4337054 og Gsm sími 864 1381.

Posted in Fréttir | Comments Off

Námskeið á vegum Endurmenntunardeildar LBHÍ

.
Grjóthleðslur
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr grjóti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Kennarar: Unsteinn Elíasson torf og grjóthleðslumaður og Kári Aðalsteinsson garðyrkju og umhverfisstjóri við Lbhí. Tími: Fös. 25. maí. kl. 9:00-17:00 og lau 26 maí. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri (18 kennslustundir).
Akurskógrækt Haldið í samstarfi við Suðurlandsskóga Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á trjárækt á ökrum. Kennarar: Bjarni D. Sigurðsson LbhÍ, Halldór Sverrisson sérfræðingur LbhÍ/Mógilsá, Böðvar Guðmundsson áætlanafulltrúi Suðurlandsskógum, Hallur Björgvinsson svæðisstjóri
Suðurlandsskógum, Þorbergur Hjalti Jónsson sérfræðingur Mógilsá og  Göran Espmark formaður Norrskog Svíþjóð.
Tími: Fös. 15. júni, kl. 16:00-19:00 og  lau. 16. júní, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá
Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans á www.lbhi.is/namskeid Að jafnaði þarf að skrá sig minnst viku fyrir dagsett námskeið!
Ýmis stéttarfélög koma að niðurgreiðlsu á námskeiðsgjöldum.
Endurmenntun LbhÍ
Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural
University of Iceland
tel: 433 5000 – e-mail: endurmenntun@lbhi.is
Posted in Fréttir | Comments Off

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn
á Hótel Hamri í Borgarfirði þriðjudaginn 3. apríl 2012 kl. 18:00.

Helstu dagskrárliðir fundarins eru:
Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum í Skorradal, og Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga, segja frá ferð til Hörðalands, sem farin var í boði
Fylkismannsins í Hörðalandi.

Framkvæmdastjóri  Vesturlandsskóga segir frá  Vesturlandsskógum.

Björn B. Jónsson starfsmaður LSE, Landssamtaka skógareigenda, kemur á fundinn og fræðir  okkur m.a. um  jólatrjáarækt á ökrum. Til stendur að mynda
hóp jólatrjáaræktenda á Vesturlandi í vor og eru áhugasamir hvattir til að mæta
á fundinn og kynna sér málið.

  • Kosningar: Í aðalstjórn eru 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kjörnir til þriggja ára. Því þarf að kjósa 1 stjórnarmann ár hvert, nú í ár er kosið um stjórnarsæti Hraundísar sem gefur ekki kost á sér áfram  í stjórn .
    Varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga eru kosnir til eins árs í
    senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi.   Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í stjórn félagsins eru hér með hvattir til að nýta sér það tækifæri og geta gefið sig fram við stjórn fyrir eða á fundinum.

Auk þessa eru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, súpa og kaffi.

Nýjir félagar velkomnir.

Mætum öll og eflum með því félagsstarfið.

Bergþóra Jónsdóttir, formaður  Guðmundur Sigurðsson, gjaldkeri og Hraundís
Guðmundsdóttir, ritari

 

Posted in Fréttir | Comments Off

Pantanir vegna gróðursetninga fyrir sumarið 2012

Pantanir vega gróðursetninga og skjólbeltaframkvæmda  sumarið 2012 þurfa að berast Vesturlandsskógum fyrir 1. mars 2012. Eyðublöð til skáningar er að finna á heimasíðunni undir eyðublöð og samningar.

Posted in Fréttir | Comments Off

Fagráðstefna skógræktar 2012

 

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. á Húsavík. Þema ráðstefnunnar er tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt.

Meðal efnis sem þegar liggur fyrir eru erindi um kvæmaval stafafuru, fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis byggt á nýjum mælingum á misjafnlega gömlum kvæmatilraunum. Flutt verður erindi um kynbætur á alaskaösp og skoðuð almenn reynsla af notkun elris á Íslandi. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er  til 1. mars.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar (hér).

Posted in Fréttir | Comments Off

Gróðursetningar á árinu 2011

Árið 2011 voru gróðursettar 324.147 plöntur í nytjaskógrækt á vegum Vesturlandsskóga og að auki fóru 9.750 plöntur og stiklingar í skjólbelti.  Alls var plast lagt á 5.390 m. vegna skjólbelta.

Klikkið á myndirnar til að fá þær stærri.

Posted in Fréttir | Comments Off

Jólakveðja frá Vesturlandsskógum

Vesturlandsskógar óska skógarbændum og samstarfsaðilum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Posted in Fréttir | Comments Off