Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Dropar á birkikvisti
Dropar á birkikvisti

 

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum  til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun formaður nefndarinnar, Valgerður Jónsdóttir hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.       

Tilgangur málstofanna er að fá ábendingar og tillögur sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Boðað er til tveggja málstofa, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetur nefndin alla þá sem láta sig málefni skógræktar varða að taka þátt.

Haldnar verða tvær málstofur á eftirfarandi stöðum:

  • Hótel Héraði, Egilsstöðum, mánudaginn 7. nóvember kl. 13:00 – 15:00
  • Þjóðminjasafnið í Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14:00 – 16:00
Comments Off

Heimsins græna gull

Einstakt tækifæri.

 22. október n.k. verður haldin ráðstefna í Kaldalóni í Hörpu, undir yfirskriftinni “Heimsins græna gull”. Ráðstefnan er haldin á Ári skóga Sameinuðu þjóðanna 2011. Erlendir fyrirlesarar eru allir þekktir innan skógargeirans á Evrópuvísu og heimsvísu.  Þetta er því ráðastefna sem fátt áhugafólk um skógrækt mun láta fram hjá sér fara.

ATH. Þeir sem vilja geta hlustað á fyrirlestra á íslensku á ráðstefnunni.

Rástefnugjaldið er vel niðurgreitt og er einungis 7.000.- (matur innifalinn)

Skráning á ráðstefnuna fer fram: http://www.skogur.is/rannsoknir-og-verkefni/radstefnur/radstefnur-arid-2011/heimsins-graena-gull

Dagskrá ráðstefnunnar hér að neðan

 Heimssins græna gull pdf

Comments Off

Nýtt námskeið Grænni skóga

Föstudaginn 23. sept byrjaði  námskeiðaröðin  Grænni skógar 1 en það er í þriðja skipti sem farið er á stað með námskeiðaröðina hér á Vesturlandi.  Í þetta sinn eru þátttakendur frá vesturlandi, suðurlandi og vestfjörðum.  Í haust lýkur annari námskeiðaröðinni þar sem  þátttakendur eru af vestur- og suðurlandi. Þessi námskeiða röð samanstendur af fjölbreyttum námskeiðum í skógrækt og nær yfir sex annir í þrjú ár. Námskeiðin eru á vegum Endurmenntunadeild Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við landshlutaverkefnin í  skógrækt. Verkefnastjóri  er Björgvin Örn Eggertsson Lbhí.

Á myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu ásamt leiðbeinenda sem var Friðrik Asperlund í þetta sinn.

Comments Off

Aðalfundur Landssambands skógareigenda

 

Aðalfundur LSE verður  haldinn  að Eiðum dagana 7.-8. október.

Áhugi er hjá Félagi skógarbænda á Vesturlandi  að félagar fari saman með rútu ef næg þátttaka næst. Áætlað að leggja af stað á fimmtudeginum 6. okt.    Þeir sem hafa áhuga á að fara hafi samband við Bergþóru í síma 866 4175 , netfang hrutstadir@simnet.is eða Guðmund í síma 862 6361,  netfang gudmundur@vestskogar.is

Fjórtándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn að Eiðum dagana 7. og 8. október 2011

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 7. október

Kl. 13:00         Nytjaskógrækt  – ráðstefna LSE

Kl. 17:00         Aðalfundur LSE  settur að Eiðum

Kl. 17:05         Kosnir starfsmenn fundarins.

Kl. 17:10    Skýrsla stjórnar.

Kl. 17:40    Ávörp gesta

Kl. 18:10         Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 18:30         Mál lögð fyrir fundinn.

Kl. 18:45         Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda.

Kl. 19:00         Fundi frestað – kvöldmatur.

Kl. 20:00         Aðalfundur jólatrjáaræktenda

Kl. 20:00 til 22:00      Nefndastörf

Kl. 20:00         BARa notalegheit

Laugardagur 8. október

Kl. 08:00         Morgunverður.

Kl. 09:00         Framhald nefndarstarfa.

Kl. 10:00         Framhald aðalfundar – nefndir skila áliti.

Kl. 12:15         Kosningar:

                        Tveir menn í stjórn,

                        þrír menn í varastjórn,

                        tveir skoðunarmenn.

Kl. 12:30         Önnur mál.

Kl. 13:00         Fundarlok.

Kl. 13:00         Hádegismatur.

Kl. 14:00         Ferð í skóg

Kl. 17:30         Komið að Eiðum

Kl. 19:00         Fordrykkur.

Kl. 19:30         Árshátíð skógarbænda og afmælishátíð Héraðs og Austurlandsskóga.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn eru veittar á netfanginu bjorn@sudskogur.is

eða breidavad@emax.is

Comments Off

Frá endurmenntum Landbúnaðarháskóla Íslands

Endurmenntun LbhÍ mun bjóða upp nokkur spennandi námskeið núna þegar sumri fer að halla. Það styttist í fyrsta sveppanámskeiðið, en haldinn verða þrjú slík námskeið. Svo er námskeið í húsgagnagerð og settar af stað námskeiðraðir Grænni skóga. Einnig er hægt að sjá öll námskeiðin sem boðið er uppá á vefnum www.lbhi.is  undir endurmenntun.

 Sveppir og sveppatínsla – Hvanneyri
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið er blanda af fyrirlestri og verklegri kennslu. Nemendur fara út í nærliggjandi skóglendi ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Nemendur þurfa að vera undir það búnir að keyra á milli tínslustaða, þó ekki lengur en í 30 mín frá upphafsstað.

 Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.

 Tími: Lau. 20. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) á Hvanneyri og nágreni.

Sveppir og sveppatínsla – Reykjavík
Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.

 Tími: Lau. 27. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) hjá LbhÍ á Keldnaholti og nágreni.

Sveppir og sveppatínsla – Reykir Ölfusi
Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.

 Tími: Sun. 28. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) hjá LbhÍ á Reykjum og nágreni. Verð: 9.900kr (innifalið eru námsögn og kennsla, en engar veitingar, þátttakendur eru því hvattir til að taka með sér nesti).  Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2700kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000

 Húsgagnagerð úr skógarefni
Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d  smíðakennurum, kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu:

  • lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
  • þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
  • lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
  • þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
  • þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.

Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu.

Allir fara heim með einn koll og bekk.

Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar  ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir. Tími: Fös. 30. sept, kl. 16:00-19:00 og  lau. 1. okt, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi. Verð: 21.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði) Skráning til 26. sept.

 Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.500kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is .

 Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000

 Grænni skógar I á Suðurlandi,Vesturlandi og Vestfjörðum
Grænni skógar er námskeiðaröð í skógrækt ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skóg- og trjáræktinni. Námskeiðaröðin stendur yfir í þrjú ár (sex annir) og inniheldur hún 16 námskeið sem fjalla um mörg af grunnatriðum skógræktar m.a. um val á trjátegundum, undirbúning lands fyrir skógrækt, uppeldi og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skjólbelti, svo eitthvað sé nefnt. Haldin eru 2-3 námskeið á önn. Hver önn kostar 43.000 kr. (tvær annir á ári). Mörg stéttarfélög styrkja nemendur á námskeiðaröðinni. Sett verður af stað ein sameiginleg námskeiðaröð fyrir þessa þrjá landshluta ef næg þátttaka næst. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi og að Hvanneyri.

 Hvert námskeið tekur tvo daga og er þá kennt frá kl. 16:00 til 19:00 á föstudegi og frá kl. 09:00 til 16:00 á laugardegi.

 VESTURLAND

Nánari upplýsingar og skráning hjá Vesturlandsskógum í síma    433 7054 (Guðmundur). gudmundur@vestskogar.is

 Eða hjá Björgvini Erni Eggertssyni, verkefnisstjóra Grænni skóga í síma 433-5305 eða í gegnum netfangið bjorgvin@lbhi.is

 Skráningarfrestur er til 12. september.  Hámarksfjöldi þátttakenda er 30.

Comments Off

Skil á tómum bökkum

Sælir ágætu skógarbændur!

Nú er vorgróðursetningu lokið. Brátt fara plöntuframleiðendur á stjá með plöntur til haustgróðursetningar og vilja þá endurheimmta tóma bakka frá vorgróðursetningu. Flestir hafa staðið skil á tómum bökkum núþegar. Þessum pósti er beint til hinna, þar sem enn eru tómir bakkar heima við. Við eigum ekki þessa bakka, heldur framleiðendurnir. Vinsamlegast takið nú til í geymslum og á hlöðum og drífið alla tómu bakkan á næstu dreifingarstöð! Og munið, að skemmdir bakkar, jafnvel bakkabrot, eiga að fylgja með. Plöntuframleiðendur vilja fá bakkabrot í hendurnar, sem staðfestingu á því, að bakkar séu ekki ennþá úti í skógi. Þeir vita, að alltaf verða einhver afföll og krefjast engra bóta fyrir skemmda bakka. Hins vegar krefjast þeir þess að fá bætta þá bakka, sem ekki skila sér tilbaka. Og bakkar eru langt frá því að vera ókeypis. Skemmdir bakkar og bakkabrot eiga því ekki að fara í ruslagáminn!

Með von um skjót viðbrögð og bestu kveðju,

Sigvaldi.

Comments Off

Ávaxtaferð á Akranes

Fimmtudaginn 4. ágúst heimsóttu félagar úr Félagi skógarbænda á Vesturlandi Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing og ávaxtaræktanda á Akranesi þar sem ávaxtatrjárækt hans var skoðuð. Meðfylgjandi eru myndir úr heimsókninni..

Comments Off

Ávaxtaferð á vegum Félags skógarbænda á Vesturlandi

Kæru félagar í FsV !

Fimmtudaginn 4. ágúst ætlar Jón Guðmundsson ávaxtabóndi á Akranesi, Vesturgötu 73, að sýna okkur ávaxtaræktina sína.  Við hittumst hjá honum kl.  15:00  og verðum í u.þ.b. 1 klst.

Eftir heimsóknina förum við og fáum okkur kaffi og með því hjá Garðakaffi sem er á safnasvæðinu á Akranesi.  Kaffi og með því kostar  1.500 kr. á mann.

Þessi ferð er á kostnað hvers og eins en þess í stað ætlar félagið okkar, FsV, að styrkja hópferð á aðalfund LSE, Landssamtaka skógaeigenda, austur á Hérað í haust, 6. – 8. október. 

Við viljum hvetja ykkur  að heimsækja félaga okkar á Austurlandi og taka  þátt í aðalfundinum sem er bæði fróðleg og skemmtileg samkoma með skógarbændum á landsvísu.  Nánara fyrirkomulag þeirrar ferðar verður auglýst síðar.

Tilkynnið þátttöku sem fyrst  í ávaxtaheimsóknina til Jóns og hvort þið hyggist fara í kaffið með hópnum með því að svara þessum pósti.  Upplagt er líka að sameinast í bíla með því að bjóða eða óska eftir fari hér á póstlistanum.

Bestu kveðjur

Stjórn Félags skógarbænda á Vesturlandi.

Bergþóra        866-4175  hrutsstadir@simnet.is

Guðmundur   862-6361  gudmundur@vestskogar.is

Hraundís         864-1381 raudsgil@gmail.com

Comments Off

Framkvæmdarskránig fyrir vorgróðursetningar

Til Skógarbænda hjá Vesturlandsskógaum

Þeir skógarbændur sem óska eftir uppgjöri fyrir gróðursettar plöntur, fyrri hluta árs,  þurfa að skila framkvæmdarskráningu í síðasta lagi föstudaginn 15. Júlí.  Að öðrum kosti fer uppgjör fram með haustuppgjöri.

Eyðublöð vegna framkvæmdarskráningar má nálgast á heimasíðu Vesturlandsskóga www.vestskogar.is undir eyðublöð og samningar

Comments Off

Afmæli FsV að Innra Leiti 23. júní 2011

 skógardagurinn 2011

Það styttist óðum í 23. júní, afmælisdag Félags skógarbænda á Vesturlandi. Í þetta sinn ætlum við að hittast hjá Jóni og Jóhönnu á Innra-Leiti á Skógarströnd. Þau ætla að segja okkur frá skógræktinni sinni og verður lagt af stað í göngu kl. 18:00.  Félögum er velkomið að mæta fyrr ef þeir óska.

Að göngu lokinni ætlum við að borða saman úti.  Komið sjálf með drykki að eigin vali og KLÆÐIÐ YKKUR VEL.Ef einhverjir vilja gista eru nokkur gistipáss í gestahúsi einnig geta menn komið með tjaldvagna o.þ.h. búnað og gist á Leitinu.

Gaman væri að sem flestir gætu komið og gott væri að þið létuð Bergþóru vita í símum 434-1175 og 866-4175 eða á hrutsstadir@simnet.is

Innra- Leiti er á Skógarströndá norðanverðu Snæfellsnesi við þjóðveg nr. 54 u.þ.b. 30 km frá  Búðardal. Hægt er að fara Bröttubrekku úr Borgarfirði en úr Reykjavík er styst að fara Heydalsveg (það sendur Búðardalur á skiltinu við vegamótin) og Innra-Leiti er fyrsti bær til hægri þegar komið er yfir Heydal.

Mætum sem flest vel búin og hress

Stjórn FsV

Comments Off