Endurmenntun LbhÍ mun bjóða upp nokkur spennandi námskeið núna þegar sumri fer að halla. Það styttist í fyrsta sveppanámskeiðið, en haldinn verða þrjú slík námskeið. Svo er námskeið í húsgagnagerð og settar af stað námskeiðraðir Grænni skóga. Einnig er hægt að sjá öll námskeiðin sem boðið er uppá á vefnum www.lbhi.is undir endurmenntun.
Sveppir og sveppatínsla – Hvanneyri
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki. Námskeiðið er blanda af fyrirlestri og verklegri kennslu. Nemendur fara út í nærliggjandi skóglendi ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika. Nemendur mæta í fatnaði sem hæfir veðri, taka með sér fötur/körfur til að tína sveppina í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Nemendur þurfa að vera undir það búnir að keyra á milli tínslustaða, þó ekki lengur en í 30 mín frá upphafsstað.
Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.
Tími: Lau. 20. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) á Hvanneyri og nágreni.
Sveppir og sveppatínsla – Reykjavík
Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.
Tími: Lau. 27. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) hjá LbhÍ á Keldnaholti og nágreni.
Sveppir og sveppatínsla – Reykir Ölfusi
Kennari: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur og prófessor við LbhÍ.
Tími: Sun. 28. ág, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) hjá LbhÍ á Reykjum og nágreni. Verð: 9.900kr (innifalið eru námsögn og kennsla, en engar veitingar, þátttakendur eru því hvattir til að taka með sér nesti). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2700kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000
Húsgagnagerð úr skógarefni
Námskeið sem hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, kennurum, sumarbústaðafólki, skógareigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.
Á námskeiðinu:
- lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
- þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
- lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
- þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
- þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.
Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu.
Allir fara heim með einn koll og bekk.
Kennarar: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Ólafur G.E.Sæmundsen skógtæknir. Tími: Fös. 30. sept, kl. 16:00-19:00 og lau. 1. okt, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi. Verð: 21.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði) Skráning til 26. sept.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.500kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is .
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000
Grænni skógar I á Suðurlandi,Vesturlandi og Vestfjörðum
Grænni skógar er námskeiðaröð í skógrækt ætlað fróðleiksfúsum skógarbændum og áhugasömum skógræktendum sem vilja auka þekkingu sína og ná betri árangri í skóg- og trjáræktinni. Námskeiðaröðin stendur yfir í þrjú ár (sex annir) og inniheldur hún 16 námskeið sem fjalla um mörg af grunnatriðum skógræktar m.a. um val á trjátegundum, undirbúning lands fyrir skógrækt, uppeldi og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skjólbelti, svo eitthvað sé nefnt. Haldin eru 2-3 námskeið á önn. Hver önn kostar 43.000 kr. (tvær annir á ári). Mörg stéttarfélög styrkja nemendur á námskeiðaröðinni. Sett verður af stað ein sameiginleg námskeiðaröð fyrir þessa þrjá landshluta ef næg þátttaka næst. Kennt verður á Reykjum í Ölfusi og að Hvanneyri.
Hvert námskeið tekur tvo daga og er þá kennt frá kl. 16:00 til 19:00 á föstudegi og frá kl. 09:00 til 16:00 á laugardegi.
VESTURLAND
Nánari upplýsingar og skráning hjá Vesturlandsskógum í síma 433 7054 (Guðmundur). gudmundur@vestskogar.is
Eða hjá Björgvini Erni Eggertssyni, verkefnisstjóra Grænni skóga í síma 433-5305 eða í gegnum netfangið bjorgvin@lbhi.is
Skráningarfrestur er til 12. september. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30.